4. nóv. 2002
Í
dag varð ég á undan ömmu að klæða mig. Þegar ég var búinn að klæða
mig fékk ég mér morgunmat og fór svo í Lego. Eftir hádegi horfði ég svo
á barnaefni og fór í bílaleik þangað til við amma fórum út. Við fengum
okkur labbitúr og á leiðinni heim fórum við í búðir að kaupa
endurskinsmerki handa mér og afa, við fórum líka í matarbúðina að kaupa
jógúrt og eftirrétt því mér finnst það svo gott, ég mátti líka kaupa
mér kex með dýramyndum. Þegar við komum heim fór amma að elda en ég að
æfa mig í að skrifa. Eftir kvöldmatinn fórum við amma í Lego og byggðum
stórt hús sem ég ætla að leika mér með á morgun. Þegar við vorum búin
að kubba háttaði ég mig og þvoði mér og amma skrúbbaði tennurnar,
síðan fór ég upp í rúm með Drésa.
5. nóv. 2002
Ég byrjaði daginn eins og venjulega, fá
mér morgunmat og lýsi. Síðan fór ég að leika mér. Eftir hádegi fórum
við amma á flakk með lestinni því mér þykir svo gaman að fara með
henni. Við kíktum í búðir og þar gat ég leikið mér með dót. Mér
fannst skemmtilegast að kúlubraut og líka bílabraut úr spýtum. Amma gaf
mér líka nýtt dót sem ég valdi sjálfur en það er púslubílabraut með
slökkvistöð. Þegar ég var búinn að leika mér í búðinni fórum við á
kaffistofu og fengum okkur í gogginn, síðan löbbuðum við stóran hring til
að fara í lestina heim. Um leið og við komum heim fór ég að leika mér
með nýja dótið og horfði líka á Popeye í sjónvarpinu, það er
skemmtileg teiknimynd. Eftir kvöldmat háttaði ég mig og afi þvoði mér og
tannburstaði, hann las líka fyrir mig Andrés Önd.
6. nóv. 2002
Dagurinn í dag var ósköp rólegur. Ég
var bara inni að leika og ég fékk að vera mikið í tölvunni hennar ömmu
af því að hún var að þrífa og þvo gardínur þannig að hún hafði ekki
tíma til að fara með mér á róló. Ég talaði líka við pabba í símann
og þurfti oft að láta lesa fyrir mig gestabókina því það er svo
skemmtilegt.
7. nóv. 2002
Ég
vaknaði kl 9. Ég vildi fá eldaðan mat í morgunmat svo amma eldaði
hafragraut, mér fannst hann ekkert góður svo ég fékk mér bara jógúrt og
brauð. Ég var að leika mér og horfa sjónvarpið þangað til kl.3 en þá
fórum við amma út. Ég fór í tvær lestar mér fannst það svo gaman að
ég söng mest alla leiðina. Við fórum í búðina til að kaupa mat fyrir
helgina. Ég fékk líka að skoða dótið og amma sagði að ég hafi verið
voða góður, bað ekkert um að kaupa dót eða nammi. Þegar við vorum búin
að versla þurftum við að bíða eftir afa, það gerðum við á
kaffistofunni í búðinni og þar fékk ég sultubollu nammi namm. Á leiðinni
heim í bílnum fékk ég mér smá kríu. Ég fékk spaghetti í kvöldmat og
eftirrétt. Svo mátti ég vera smástund í tölvunni. Það kom stelpa í
heimsókn til Atla en ég var svo feimin við hana að ég þorði ekki að
segja halló. Þau fengu sér pizzu og mig langaði líka í. Amma sagði mér
að fara inn í herbergi og fá hjá þeim en ég þorði ekki afþví að Sanam
var þar, en Atli kom fram með pizzu handa mér og ég varð voða ánægður,
borðaði tvær sneiðar. Ég fór upp í rúm kl. 10 en ég gat bara ekki
sofnað svo ég fór fram til ömmu í smástund og fór svo aftur upp í rúm
og þá sofnaði ég. Úps ég gleymdi að æfa mig í að skrifa í dag.
8. nóv. 2002
Amma
vakti mig kl. 10. Þá fórum við út í búð að kaupa lugt handa mér.
Þegar við komum heim fór ég að leika mér á meðan amma fann eitthvað
handa mér að borða í hádeginu svo fékk ég að fara í tölvuna.
Seinnipartinn fórum við út að hjóla. Við hjóluðum í garð hérna rétt
hjá og gáfum öndunum brauð. Mér fannst brauðið líka gott svo ég og
endurnar höfðum veislu saman. Síðan hjóluðum við á róló og þar var
amma að kenna mér parís. Ég teiknaði líka myndir í sandinn og rólaði
mér og rennibrautin ekki má gleyma henni því mér þykir svo gaman að renna
mér. Af róló hjóluðum við heimleiðis en stoppuðum við vatn þar sem ég
fékk að henda spýtustubbum út í, það fannst mér gaman. Við gátum ekki
verið þar mjög lengi því það var að koma myrkur. Þegar við komum heim
fíflaðist ég svolítið með Atla Má og horfði á sjónvarpið. Afi eldaði
kvöldmat handa okkur og hann sagði að ég væri rosalega duglegur að borða
en ég borðaði 3 kjúklingabita með frönskum og majó og fékk svo fulla
skál af súkkulaðibúðing á eftir. Ég viktaði mig eftir matinn og ég var
17.6 kg. og ég vildi líka láta gera strik á vegginn svo ég sæi hvað ég
er orðinn hár en afi og amma sögðu að það þýddi ekki neitt því það
þarf marga marga marga daga til að sjá hvort maður hækki, en næsta sumar
þegar við förum á Þingvöll ætlar afi að gera nýtt strik fyrir mig þá
get ég séð hvað ég hef hækkað mikið á einu ári, því þá verður
eitt strik þegar ég er fimm ára og eitt strik þegar ég verð 6 ára. Kl.
8:30 háttaði ég mig, braut saman fötin mín og setti þau í
óhreinaþvottinn þvoði mér og tannburstaði síðan var ég að leika mér
til kl. 9 en fór þá upp í rúm. Amma las fyrir mig eina sögu og gaf mér
klór og þá steinsofnaði ég.
9. nóv. 2002
Um
leið og ég vaknað minnti ég ömmu á að í dag væri nammidagur og við
ætluðum í búðina að kaupa nammi. Amma sagði að hún kæmist ekki
fyrr en um hádegi en ef ég vildi mætti ég fara með Atla Má strax eftir
morgunmat. Hún sagði mér líka að vinur hans hefði keyrt á Atla Má í
gærkvöldi þegar hann var að koma heim úr vinnunni. Þegar ég var búinn
með morgunmatinn fór ég með Atla Má á bensínstöðina til að kaupa
nammi. Við máttum fara á afabíl, hann er skemmdur núna og heyrist voða
hátt í honum. Á leiðinni stoppuðum við þar sem keyrt var á hann í
gærkvöldi og ég sá bilinn hans Roger settan á vörubíl vá ljósið er
ónýtt á honum (bílinn er vel klessur að framan). Ég keypti mér kisunammi
ógeðslega gott. Eftir hádegi fór afi, amma og ég með lestinni niður í
bæ, þar fékk ég að fara í dótabúðina að leika mér, síðan löbbuðum
við aðeins um og skoðuðum stórt jólatré. Það er líka komið fullt af
jólahúsum en það er ekki búið að kveikja á þeim. Í lestinni á
leiðinni heim var fullt af fólki svo við þurftum að standa, við hliðina
á okkur var stelpa og strákur og þau voru alltaf að tala við mig en ég
vildi það ekki því ég var svo feiminn. Þegar við komum heim hjálpaði
ég ömmu við að gera kvöldmatinn og leggja á borð. Við horfðum á
sjónvarpið smástund í því var mynd (eldgömul James Bond) með byssum, ég
var alltaf að segja ömmu að loka augunum því henni þykir byssur svo
ljótar. Við vorum öll orðin svo þreytt að við nenntum ekki að horfa
lengi og fórum upp í rúm að sofa.
10. nóv. 2002
Ég
svaf út í morgunn og vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf ellefu. Þá fór ég
fram og fékk mér jógúrt og kornflex á meðan ég horfði á barnaefni í
sjónvarpinu. Eftir hádegi fékk ég að sulla með báta í eldhúsvaskinum
hjá ömmu. Ég hjálpaði henni líka að baka muffins og vöfflur. Eftir
kaffið fórum við amma niður í Altstadt og fórum þar í skrúðgöngu,
þar var rosalega mikið af fólki og allir krakkarnir voru með ljósaluktir og
ég líka. Þessi skrúðganga er kölluð Martinszug. Við vorum ekkert
rosalega lengi því mér fannst vera alltof mikið af fólki og svo var farið
að rigna líka, en á morgun ætla ég í aðra skrúðgöngu þar sem ekki
verður svona mikið fólk. Þegar við komum heim rúmlega sjö borðuðum við
kvöldmatinn sem afi var búinn að elda og auðvita fékk ég líka eftirrétt.
Ég mátti horfa á sjónvarðið með afa og ömmu því það var svo
skemmtileg mynd. Ég talaði líka við pabba og mömmu í síman og fór svo
upp í rúm að sofa.
Til baka